Gullið, Djollíið, Hlybbinn og frv. Krullið

Já komiði sæl þetta er síða sem okkur strákunum datt í hug að setja upp til þess að við gætum bloggað frá báðum stöðum, sagt frá því sem er að gerast í þjóðfélagslífinu og rífast svo um það, nei bara djók við munum bara gera ykkur góðan dag. Cool

miðvikudagur, júlí 30, 2003

komiði sæl og blessuð :)
ég byrjaði daginn í gær á þvi að fara í fótbolta með honum sköllí og gekk mér nú ekki vel að koma boltanum í netið ;)
en getiði hvað missteig ég mig ekki bara svona allsvakalega að ég gat varla labbað en þó gat ég stigið í fótinn og ég nátturulega lagði bara af stað heim eins og flestir hefðu liklega gert ;)
og þegar ég kom hjemm þá var ökklinn minn bara orðinn tvöfaldur og eimslin voru allsvakaleg. Ég fór svo upp á slisó með henni múttu þegar hún kom hjemm, ég fór i rönken og eitthvað. en allavega ég brottnaði ekki eða neitt bara alvarleg tognun. Ég hafði misstigið mig áður frekar ílla á hjólabretti og sko þá sögðu læknarnir að beinið mitt væri ekki alveg eins og það ætti að vera, en það er ekkert hægt að gera við þvi vegna þess að það er löngu gróið. :( tú bed
og vel á minnst þá fékk ég að vera í hjólastól sem var bara cool, ;) það var gaman. :)
en nú haltra ég bara umm þangað til ég verð góður í löppinni og get farið aftur i fótboltann
þannig að ég kveð bara í þetta sinn BLess bless
kv.HLYNUR ( o Y o )

laugardagur, júlí 26, 2003

guð blessi ykkur öll ;)
var í giftingu núna rétt áðan og það var náttlega bara bjútífúll, snillingur þessi prestur sko var alltaf bara að segja brandar og eitthvað. Gegt sniðug gifting svona allt öðruvisi ekki svona hefbundin eins og alltaf, en allavega nóg af þvi ;)
Ég hef það bara fínt og er núna rétt bráðum á leið í veisluna sem verður haldinn heima hjá þeim, sem sagt frænda mínum Valda :)
þetta verður öruglega gegt gaman, siðast þegar ég fór í giftingu þá var það á Ítaliu og maður var i svona svörtum jakkafötum i svona 30 stiga hita eða eitthvað maður svitnaði náttlega eins og andskoti og þar að segja var maður lika i allt of þröngum jakkafötum, þetta var sko pane in the ass :(
en núna er verið að kalla á mig og ég ætla að leggja af stað í veisluna þar sem ég ætla að skála fyrir honum Valda frænda mínum :))
allavega sjáumst og lifið heil í allt sumar
kv.HLYNUR ( o Y o )

fimmtudagur, júlí 24, 2003

Vatöp vatöp. Sammála Hlynur með þessa lúskrun. En allavegana ég hef bara verið að chilla og eitthvað hérna, svo bara seinasti dagurinn í skólanum á morgun. Í dag var ég með smá chill í gangi hérna pítsur og eitthvað. Það var stuð. Og svo eru bara tvær vikur í það að ég fari héðan til Cape Town og svo þrjár vikur í það að ég komi frá Cape Town til Íslands. Gaman. Sjáumst þá,
Jolli.

miðvikudagur, júlí 23, 2003

rabíson dó, rason jó :s
Veriði blessuð og sæl, ég kominn hér við tölvuna að skrifa eitthvað sem mér dettur í hug en það er bara fjandinn ekki neitt sem mér dettur í hug nema að joi og skúli geta ekki drattast til að skrifa eitthvað á þessa síðu >( ég tek bara í þá, lúmskra á þeim.
En allavega ég var að koma úr vinnunni geðveikt blautur alveg votur i gegnum allt og skórnir rennandi, strax og ég kom heim drullaði ég mér úr öllum fötunum og líður bara nett vel núna :)
núna dettur mér ekki meira i hug þannig að ég er að spá í að enda þetta bréf :)
allavega hafið það fínt í sumar
ég er kominn í sumarfrí og er þvi i nett góðu skapi þannig að ég kveð bara í bili
BLESS BLESS
Kv.HLYNUR ( o Y o )

fimmtudagur, júlí 17, 2003

góðan og blessaðan daginn :)
Var úti í góða veðrinu á lokahátið vinnuskólans, það var nú bara nett gaman, sko ég fór í box við skúla og það var hevy gaman við kíldum hvorn annan í klessu nema þetta voru svona risa hannskar þannig að þetta var ekkert vont en geðveikt gaman sko :)
Og svo fór maður í eitthvað þrautahlaup og svona :)
Fengum okkur nátturlega pulsur og kók, og horfum einnig á nokkrar hljómsveitir að spreita sig á sviðinu og voru þetta bara ekkert slæmar hljómsveitir bara massíft góðar sumar :)
Svo röltum við í bæin og tékkuðum á eitthverjum búðum og skúli keypti sér derhúfu og geisladisk :)
Ég á nátturulega enga peninga þannig að ég gat ekki keypt mér neitt :(
Allavega ég segi bara bless og takk fyrir mig og hafið það gott á endanum á þessum blíðis degi :)
kv. HLYNUR ( o Y o )

miðvikudagur, júlí 16, 2003

Horfði á House on The Haunted Hill í gærkvöldi. Einhver sú klikkaðasta mynd sem ég hef séð. Þokkalega besta horror myndin sko. Það verður sko horft á hana aftur. Svo er landafræðikennarinn minn mesta fífl sem ég hef hitt. Við kynntum verkefnin okkar í dag og hún sagði bara við okkur að þetta hefði verið eitthvað sökkuð kynning og var eitthvað að dissa okkur að hún hefði verið sofandi meðan við kynntum og eitthvað. Fokk mar hún er búin að vera í rassgatinu á okkur síðan hún talaði yfir okkur þegar við vorum sitjandi ekki að gera neitt á meðan við áttum að vera að gera eitthvað í verkefninu. Og svo rétt áður en bjallan hringdi í breik var hún eitthvað að gera mig hræddan með því að segja að við ættum eftir að fá lélega einkunn á verkefninu. Læk æ giv a fokk. En hey við sjáumst,
Jolli.

sunnudagur, júlí 13, 2003

YO YO hvað segist ??? :)
Hlynur hér
Ég og skúli vorum að leika okkur á hljóðfæri og glamra soldið á trommur, gegt gaman! ;)
við vorum með soldið hátt og er enn með soldið suð í eyrunum :(
en samt þetta var þess virði ;)
var að kaupa mér slatta af nammi, hef ekkert að gera joi og skúli báðir bissí nuna :(
þannig að ég er að spá í að fara að borða þetta nammi með litla bróðir hann er veikur með migreni en samt ekkert alvarlegt eins og stundum :)
kv.HLYNUR ( o Y o )

fimmtudagur, júlí 10, 2003

blesðir við dudarnir erum staddir hjá villa nema jolli, og vorum að horfa á 8 mile :)
sem er nátturulega brilljant mynd sko ;)
við erum bara í nettu chilli og erum bara að hlusta á tónlist og svona bara CHILL ;)
sjaumst allir
bæ bæ
kv.Hlynur

miðvikudagur, júlí 09, 2003

föstudagur, júlí 04, 2003

Vatöp Jolli hér. Frí í skólanum alla næstu viku. Enihver ráðstefna og sjitt í gangi sko. Allt útí hermönnum. Svo verða víst einhverjar geðveikar umferðarteppur. Annars segir mar allt fínt. Það verður gaman að fá aðeins að chilla í fríi. Sjáumst,
Jolli.
Hibb Hlynur hér :)
var að koma úr unglingavinnunni og við pöntuðum okkur ljúfengar pizzur sem við átum meðan við létum sólskinið leika með okkur ;)
en núna er maður bara að fara að pakka smá fötum ofan í tösku og leggja af stað í sveit að elta gamla geit ;)
maður er að fara að smíða sumarbústað sem er náttúrulega flottasti bústaðurinn á svæðinu allavega nokkuð stór :)
ég óska bara öllum góðrar helgar og skemmtið ykkur um helgina
sía niggashhhh ;)
Kv.Hlynur ( o Y o )

þriðjudagur, júlí 01, 2003

Hæ Jolli hérna. Táin á mér er illa marin en gaur frá Nígeríu var eitthvað pist útí vin minn í leikfimi og þrykkti þá í fótinn á mér. Snillingur. Annars er skólinn bara í fullu gangi hjá mér. Ó fokk þarf að fara að gera stærðfræði. Sjáumst,
Jolli.
whazzzaaaaaaa!!! ;)
ég segi bara nett fínt hérna búin að vera í þessari unglingavinnu í mest allan dag og hef bara skemmt mér afskaplega vel:)
fótbolti í allan dag næstum því og sólbað heillengi líka. :)
Maður er núna að fara að keppa við Fylki sem við KR-ingar vinnum nátturulega það er ekki spurningin það er bara hversu mikið. ;)
ég bið bara að heilsa öllum sem fara á þessa síðu og óska mér til hamingju með þetta fyrsta blog ;)
kv.HLYNUR d:)<--< ( o Y o )